UM OPIÐ SJÓKVÍAELDI

Yfirlit yfir skaðlegan iðnað sem meira
en 65% þjóðarinnar er á móti.*

Náttúran hefur einfaldlega ekki efni á því að sjókvíaeldisiðnaðurinn arðræni sjó og ferskvatn Íslands á ógnarhraða.

Hver sjókví er fyllt með allt að 200.000 eldislöxum sem eru upprunir á rannsóknarstofu og ræktaðir markvisst til að verða feitari og þroskast hraðar en villtir ættingjar þeirra.

Þessar yfirfullu sjókvíar brjóta niður vistkerfi sjávar og ferskvatns á margvíslegan hátt: Laxalúsin sem herjar á opnar sjókvíar étur laxinn lifandi og skaðar villta fiska í nágrenninu. Skordýraeitur sem notað er í sjókvíum er einnig banvænt fyrir annars konar skeldýr og sjávarlíf. Auk þess mengar ómeðhöndlaður úrgangur frá laxeldisstöðvunum hafsbotn.

Milljónir eldislaxa drepast ótímabærum dauða á hverju ári. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að 865 milljónir laxa hafa drepist fyrir slátrun í sjókvíum víðsvegar um heim yfir síðastliðinn áratug.

Villti Atlantshafslaxastofninn hefur hríðfallið í fjölda hjá öllum þjóðum sem stunda sjókvíaeldi. Iðnaðurinn er á útleið. Alaska, Washington og Kaliforníu ríki í Bandaríkjunum, ásamt Argentínu, hafa bannað sjókvíaeldi vegna þess að það er ósjálfbært og skaðlegt dýralífi, lífríki og hagkerfum um allan heim.

Lesið nánar

Íslenskir leiðtogar: Ekki láta spilltan iðnað menga það sem er okkur dýrmætast. Takið afstöðu gegn opnu sjókvíaeldi til að afla ykkur stuðnings almennings í landinu. Saman getum við bundið enda á þetta skaðlega athæfi í fjörðunum okkar.

*Samkvæmt nýlegri könnun Gallup, framkvæmdri í júlí 2024

FRAMBJÓÐENDUR: HVAR STANDIÐ ÞIÐ?

VIÐ TREYSTUM Á YKKUR.

Hafa samband