HLUSTIÐÁ

VÍSINDIN

Alls staðar þar sem starfrækt er laxeldi í opnum sjókvíum, á sér stað hnignun villtra laxastofna og eyðing á lífríki sjávar. Ekki láta þetta stórslys endurtaka sig á Íslandi.

Vísindasamfélagið er á móti opnu sjókvíaeldi. Þetta opna bréf sem birtist þann 6. Júní 2024 var undirritað af 14 vísindamönnum.

01

Laxeldi í opnum sjókvíum er útrýmingarógn gagnvart villta Atlantshafslaxinum. Villtir laxastofnar eru í sögulegu lágmarki á heimsvísu. Þessari tegund, sem eitt sinn var gnægð af, hefur fækkað um 75% í öllu Norður-Atlantshafi. Hnignunin er langmest þar sem sjókvíaeldisstöðvar á iðnaðarskala eru meðfram gönguleiðum villta laxins. Stofnstærðir hafa hrunið í öllum laxeldislöndunum – um 50% í Noregi og 70% í Skotlandi. Kanadískir vísindamenn hafa varað við því að fiskeldi sé að ýta Atlantshafslaxinum á Nýfundnalandi til útrýmingar. Ísland er síðasta vígi villta Atlantshafslaxins og vísindamenn hafa bent á að hnignun sé einnig að eiga sér stað í íslenskum laxastofnum.

02

Tugir milljóna eldislaxa drepast árlega vegna sjúkdóma, sníkjudýra og áhrifa af hækkandi hitastigi sjávar. Ritrýnd rannsókn sem birtist á þessu ári í tímaritinu Nature leiddi í ljós að gríðarlegur fjöldi eldislaxa, eða 865 milljónir, drapst í fjöldadauðatilfellum á síðasta áratug. Vísindamennirnir kenndu um hækkandi sjávarhita, ofnotkun sýklalyfja og meindýraeiturs gegn sjúkdómum og sníkjudýrum, ásamt uppvöðslusömum tilraunum iðnaðarins til að auka framleiðsluna. Í Noregi drápust 62,3 milljónir eldislaxa af völdum sjúkdóma og meindýraeiturs á árinu 2023 einu.

03

Þessar fljótandi fóðurstöðvar menga lífríki sjávar og stofna öðrum tegundum í hættu. Laxinn er alinn í troðfullum netapokum sjókvíanna sem fljóta í grennd við strandlengjur. Ein eldisstöð getur haft að geyma milljón eða fleiri fiska í sjókvíum sem losa umframfóður, saur og spilliefni í sjóinn umhverfis. Rannsókn sýndi fram á að laxeldisstöð með 200.000 fiska myndi skilja eftir sig jafn mikinn úrgang og 65.000 manna borg. Meindýraeitur, sýklalyf og önnur efni sem notuð eru við laxeldi dreifast yfir nokkurra kílómetra hafsvæði og ógna þannig öðru sjávarlífi.

04

Sjókvíaeldi á laxi er ósjálfbært og ör vöxtur þess stuðlar að fæðuóöryggi í lágtekjulöndum og eyðir alþjóðlegum fiskistofnum. Það þarf meira en 1 kg af villtum fiski sem er malaður í fiskimjöl til að framleiða 1 kg af eldislaxi. Á hverju ári er meira en hálfri milljón tonna af smáfiski sópað upp af risastórum togurum við strendur Vestur-Afríku fyrir fiskeldisfóður. Ritrýnd rannsókn í tímaritinu PLOS sagði að 90 % af þessum fiski henti vel til manneldis. Þrátt fyrir grænþvott iðnaðarins er laxeldi ekki lausnin á próteinkreppu heimsins. Það er hluti af vandamálinu.

05

Mettölur í hitastigi sjávar þýða frekari fjöldadauða í laxeldisstöðvum og meiri ógn við villta laxinn. Fiskveiðar á Íslandi verða fyrir skaða vegna hækkandi sjávarhita. Fyrir eldislax hefur hlýrri sjór að geyma minna súrefni og fleiri sjúkdóma og sníkjudýr. Metafföll urðu upp á 17,4 milljónir eldislaxa í Skotlandi árið 2023 og var hækkandi hitastigi sjávar kennt þar um. Langvarandi hlýindi ollu fjöldadauða 2,6 milljóna fiska í 10 laxeldisstöðvum í eigu Mowi í Kanada árið 2019.

Lesið nánar

Það er kominn tími til að hlusta á vísindin og segja „nei“ við þessum skaðlega iðnaði.

Vísindasamfélagið er á móti opnu sjókvíaeldi. Þetta opna bréf sem birtist þann 6. júní 2024 var undirritað af 14 vísindamönnum.

Trygve Poppe,Professor emeritus, Norwegian School of Veterinary Medicine, NMBU
Valerie Ouellet,Vice-president Research & Environment Atlantic Salmon Federation
Mark Butler,Senior Advisor,Nature Canada
Torfinn Evensen,Secretary General of 
Norwegian Salmon Rivers
Rick Rosenthal,Marine Biologist, four-time Emmy, and BAFTA award-wining Filmmaker, Speaker
Dr. Dalrún Kaldakvísl,náttúrusagnfræðingur
Jóhannes Sturlaugsson,líffræðingur
Alexandra Morton,Researcher
Jonathan Carr,Senior ScientistAtlantic Salmon Federation
Eva Enders,
Associate Professor,
 INRS-ETE
Snæbjörn Pálsson,
prófessor í stofnlíffræði
 við Háskóla Íslands
Dave Meerburg,
Independent Salmon Research, Canada
Professor Lynne U. Sneddon,University of Gothenburg Department of Biological
 & Environmental Sciences
Normand Bergeron,Full profesor Institut national de la recherche scientifique (INRS)Québec, Canada